Nýjast á Local Suðurnes

Hjólbörutónleikar endurteknir á Ljósanótt – Myndband!

Gleðigjafarnir og músikantarnir Arnór B. Vilbergsson, Elmar Þór Hauksson og Kjartan Már Kjartansson munu endurtaka leikinn frá síðustu Ljósanótt og bjóða upp á hjólbörutónleika í Keflavíkurkirkju.

Þremenningarnir mun bregða á leik og taka við óskalögum tónleikagesta, en mögulegt verður að velja úr rúmlega 100 lögum – Hér fyrir neðan er að finna eitt þeirra laga sem strákarnir munu án efa flytja á tónleikunum.