Nýjast á Local Suðurnes

Theodór Íslandsmeistari fjórða árið í röð

Íslandsmeistarmótið í 300m liggjandi riffilskotfimi fór fram á vegum Skotfélags Keflavíkur í gær. Einungis tvö lið voru skráð til keppni, Skotfélag Keflavíkur og Skotfélag Kópavogs.

Í einstaklingskeppni var keppnin nokkuð hörð og var það ekki fyrr en eftir að öll skotin voru talin sem að úrslitin voru örugglega ljós. Theodór Kjartansson náði 564 stigum, sem dugði til sigurs, þetta er fjórða árið í röð sem Theodór verður Íslandsmeistari í 300m riffli liggjandi. Í öðru sæti varð Eiríkur Björnsson (SFK) með 558 stig og þriðja sætið hreppti Arnfinnur Auðunn Jónsson (SFK) með 550 stig.

A-sveit Skotdeildar Keflavíkur varð í fyrsta sæti í liðakeppninni með 1616 stig, sem er nýtt Íslandsmet í liðakeppni í 300m riffli liggjandi. A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs lenti í öðru sæti með 1578 stig.

theodor skotfimi keflavik

Theodór Kjartansson vann Íslandsmeistaratitil fjórða árið í röð