Nýjast á Local Suðurnes

Litla dæmið í loftið á föstudag – Sjáðu treilerinn!

Þátturinn Litla dæmið, sem stjórnað er af Njarðvíkingnum og samfélagsmiðlastjörnunni Garðari Viðarsyni, eða Gæa Iceredneck, fer í loftið á föstudaginn og verður notast við Facebook við dreifinguna.

Garðar hefur verið nokkuð duglegur við að deila myndbrotum sem tekin eru við upptökur á þáttunum á samfélagsmiðlunum og er nokkuð ljóst að áhorfenda bíður hörku skemmtun. Garðar sagði í spjalli við blaðamann að hluti þáttana yrði tekinn upp í studeoi en af sýnisahorninu sem finna má hér fyrir neðan að dæma er nokkuð ljóst að kappinn er einnig mikið á ferðinni með myndavélina að vopni.

Fyrsti þátturinn er væntanlegur á Fésbókina á föstudag, en sá nefnist Dalalíf, sem er í anda þess sem sjá má hér fyrir neðan. Við hvetjum fólk til þess að fylgja Studeo Kast, sem sér um framleiðslu þáttanna á Facebook.