Nýjast á Local Suðurnes

Strætó í hörðum árekstri

Harður árekstur varð á Njarðarbraut í morgun þegar strætó og fólksbíll skullu saman. Töluverðar skemmdir urðu á bílunum, meðal annars brotnaði rúða í strætóbifreiðinni. Engin slys urðu á fólki.

Áreksturinn atvikaðist þannig að bifreið með erlendum ferðamönnum ók í veg fyrir strætóbifreiðina á gatnamótum Njarðarbrautar og Stekks.