Nýjast á Local Suðurnes

Tekinn á 145 á Grindavíkurvegi

Nokkr­ir öku­menn hafa verið kærðir fyr­ir of hraðan akst­ur í um­dæmi lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um það sem af er vik­unni. Sá sem hraðast ók mæld­ist á 145 km hraða á Grinda­vík­ur­vegi þar sem há­marks­hraði er 90 km. Ann­ar sem mæld­ist á 135 km hraða á Reykja­nes­braut fram­vísaði kanna­bis­efn­um í plast­poka.  Sá þriðji gat ekki sýnt fram á að hann væri með gild öku­rétt­indi.

Þá voru skrán­ing­ar­núm­er fjar­lægð af fá­ein­um bif­reiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar að því er seg­ir í til­kynn­ingu