Nýjast á Local Suðurnes

Fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús í Reykjavík eftir árekstur á Reykjanesbraut

Einn var flutt­ur al­var­lega slasaður á sjúkra­hús til Reykja­vík­ur eft­ir árekst­ur tveggja bíla við Rósa­sel­s­torg, skammt frá flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar um há­deg­isbilið. Þá voru tveir voru flutt­ir á heilsu­gæsl­una í Kefla­vík vegna minni­hátt­ar meiðsla, hefur mbl.is eftir lög­regl­unn­i í Reykja­nes­bæ.

Þegar verið var að flytja þann slasaða til Reykja­vík­ur lenti lög­regla á bif­hjóli, sem var að fylgja sjúkra­bíl í for­gangsakstri, í árekstri við bíl á Reykja­nes­braut til móts við kirkju­g­arðinn í Hafnar­f­irði. Lögreglumaðurinn og ökumaður fólksbílsins voru fluttir á sjúkrahús.