Nýjast á Local Suðurnes

Um 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni á við Fagradalsfjall

Verulega hef­ur dregið úr jarðskjálfta­hrin­unni sem hófst aust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga í gær­morg­un, en þó mældist skjálfti að stærðinni 4 um klukkan 14, og annar af stærðinni 3 um miðjan dag í dag. Þá var smá hrina var í morg­un en ann­ars hef­ur hún verið í rén­un sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á vef Veður­stofu Íslands.

Yfir 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni á við Fagradalsfjall og á Reykjaneshrygg undanfarna tvo daga og sá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra meðal annars ástæðu til að minna fólk á hvernig bregðast á við þegar jarðskjálftar ganga yfir.

Hægt er að fylgjast með skjálftavirkni á Reykjanesi í rauntíma á vef Veðurstofunnar.