Nýjast á Local Suðurnes

Örtröð á Keflavíkurflugvelli – Unnið að því að útvega gistingu og fæði

Myndin tengist fréttinni ekki

Mikil örtröð hefur skapast á Keflavíkurflugvelli eftir að öllu flugi frá landinu var frestað eða því aflýst vegna veðurs og hafa margir farþegar kvartað undan óánægju á samfélagsmiðlum.

„Þó að fólk sé ekki að ná í gegn þá erum við að vinna í því að koma öllum í flug. Þetta tekur tíma og við erum með heilmikinn mannskap í þessu og erum bara að gera okkar besta,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, en lang flestir farþegar sem komast ekki leiðar sinnar eru á vegum flugfélagsins. Ásdís biður fólk um að sýna biðlund á meðan unnið er í málunum.

Fjöldi erlendra farþega er á Keflavíkurflugvelli vegna þessa og er unnið að því að útvega gistingu og fæði sem og keyrslu til og frá flugvellinum. Þangað til verður unnið að því að koma fólki á sína áfangastaði.