Nýjast á Local Suðurnes

Albert Svan: “Getum gert miklu betur en hinir flokkarnir”

Landfræðingurinn Albert Svan Sigurðsson, starfar sem sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands, býður fram krafta sína fyrir Pírata í kosningum til Alþingis sem fram fara undir lok mánaðarins. Albert skipar fjórða sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi.

Albert Svan segir í spjalli við Suðurnes.net að það hafi legið nokkuð beint við að hoppa út í stjórnmálin, þar sem hann sé velviljandi spekúlant sem sé með allt á hreinu, en ástæðu þess að hann hafi ákveðið að ganga til liðs við Pírata segir hann vera þá að flokkurinn geti gert betur en aðrir flokkar fyrir alla þegna landsins.

“Ég býð fram fyrir Pírata af því við getum gert miklu betur en hinir flokkarnir, fyrir bændur, fyrir sjómenn, fyrir landsbyggðina, fyrir innflytjendur, fyrir eldri borgara og fyrir lífeyrisþega.” Sagði Albert í spjalli við Suðurnes.net.

Albert varð að lokum góðfúslega við beiðni um að svara nokkrum spurningum um sjálfan sig og má sjá svör hans hér fyrir neðan:

Nafn: Albert Svan Sigurðsson

Hjúskaparstaða og Börn: Ógiftur og á tvö uppkomin börn

Heimili: Njarðvíkurhverfi í Reykjanesbæ

Menntun: Landfræðingur

Atvinna: Sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands

Áhugamál: Innivist og útivist af ýmsu tagi. Bókalestur, bíómyndir, hjólreiðar, líkamsrækt og svo er ég alltaf að hlusta á tónlist.

Uppáhaldsmatur og Uppáhaldsdrykkur: Fiskur, kjötsúpa, súkkulaði, romm og kók.

Uppáhaldsbók: Sjálfstætt fólk.

Eitt atriði sem fólk veit almennt ekki um þig: Ég bjó í Finnlandi í meira en áratug.

Ertu hjátrúarfullur? Já ég held alltaf að það sé góður andi í glasinu.

Hvaða persónu úr mannkynssögunni værir þú helst til í að drekka te með: Konfúsíusi.

Lýstu þér í fimm orðum: Velviljandi spekúlant með allt á hreinu.

Ef þú mættir vera einhver annar í einn dag: Geimvera.

Lífsmottó: Að liifa lífinu lifandi og vera klárari í dag en ég var í gær.