Nýjast á Local Suðurnes

Samið við ISS á Íslandi um ræstingar

ISS á Íslandi átti lægsta tilboðið í ræstingar fyrir leikskóla og aðrar stofnanir bæjarins sem Reykjanesbær bauð út fyrir skemmstu. Ávinningur samningsins er 11,3% og gildir hann til þriggja ára. Ákvæði er í samningnum um  að framlengja megi tvisvar um eitt ár í senn að hámarki.

Útboðið skiptist í tvo verkhluta, Verkhluti I var fyrir Reykjanesbæ og Verkhluti II fyrir Fasteignir Reykjanesbæjar ehf. Samningur fyrir Verkhluta I var undirritaður í vikunni af Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra og Guðmundi Guðmundssyni forstjóra ISS á Íslandi. Hann tekur gildi 1. janúar 2018. Skrifað verður undir samning fyrir Verkhluta II í janúar nk. og tekur hann gildi 1. febrúar 2018.

Hér má finna nánari upplýsingar um tilboðin.