Nýjast á Local Suðurnes

ISS bauð lægst í ræstingar fyrir Reykjanesbæ

ISS Ísland bauð lægst í ræstingar fyrir Reykjanesbæ, en tilboð í verkið voru opnuð í lok nóvember. Reykjanesbær bauð verkið út í samstarfi við Ríkiskaup. Þrír aðilar skiluðu inn tilboðum í verkið og hljóðaði tilboð ISS upp á tæplega 40 milljónir króna.

ISS gerði nokkrar athugasemdir við útboðsgögn, en fyrirtækið taldi meðal annars að tímasetning á vettvangsskoðun væri ekki nægilega góð, fyrirtækinu fannst oeðlilegt að þurfa að skila árshlutauppgjöri vegna útboðsins, þar sem því fylgi mikill kostnaður. Þá samræmist það ekki umhverfissjónarmiðum að skila tilboðsgögnum og fylgigögnum á pappír, að mati fyrirtækisins.

ISS bauð tæplega 40 milljónir króna í heildarpakkann, en kostnaðaráætlun Reykjanesbæjar hljóðaði upp á um 45 milljónir króna.

1. Bjóðandi: ISS Ísland 

Verk I: 33.215.716 kr

Verk II: 4.089.240 kr

2. Bjóðandi: Allt hreint ehf 

Verk I: 46.168.590 kr

Verk II: 5.816.436 kr

3.Bjóðandi: PA hreinsun ehf 

Verk I: 46.982.928 kr

Verk II: 6.723.408 kr

Kostnaðaráætlun 

Verk II: 37.446.903 kr

Verk II: 7.140.000 kr