Nýjast á Local Suðurnes

Gamlir keppnisbúningar sendir til Afríku

Barna og unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur gefur gamla keppnisbúninga til ABC hjálparstarfs í Búrkína Fasó í Afríku.  Ólafía K. Norðfjörð er að fara í 12 daga hjálparstarf til Afríku og leitaði til deildarinnar með þessa hugmynd sem var vel tekið, segir í tilkynningu.

Á myndinni er Ólafía með fráfarandi formanni  BUR , Smára Helgasyni og viðtakandi formanni Svavari M. Kjartanssyni. Keflavík óskar henni góðrar ferðar og þakkar fyrir góða hugmynd að endurnýta búninga og gleðja afrísk börn í leiðinni, segir einnig í tilkynningunni.