Nýjast á Local Suðurnes

Leysti fíkniefnamál á frívakt

Lög­reglumaður á Suður­nesj­um sem var á frívakt fann mikla kanna­bislykt ber­ast frá hús­næði í um­dæm­inu þar sem viðkom­andi átti leið hjá um helg­ina. Lög­reglu­menn fóru á vett­vang og við hús­leit, að feng­inni heim­ild, fannst kanna­bis­efni í kommóðuskúffu á heim­il­inu.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að hús­ráðandi hafi viður­kennt að eiga efnið.