Undirgöng fyrir gangandi vegfarendur við Fitjar – Reykjanesbær leggur til 30 milljónir
Vonir standa til þess að mögulegt verði að ljúka framkvæmdum við undirgöng fyrir gangandi vegfarendur með tengingu Ásbrúar við þjónustusvæði við Fitjar á þessu ári.
Sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar kynnti hugmyndir um undirgöng undir Reykjanesbraut fyrir Umhverfis- og skipulagsráði á fundi þess í mars síðastliðnum og bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í dag að veita 30 milljónum króna í verkið.
Bæjarráð samþykkir að veita allt að 30 milljónum króna vegna stígagerðar undir Reykjanesbraut og færslu á vatnslögn. Bæjarstjóra falið að kanna aðkomu annarra aðila að verkefninu. Segir í fundargerð bæjarráðs.