Nýjast á Local Suðurnes

Vogar bjóða íbúum upp á ókeypis skyndihjálparnámskeið

Sveitarfélagið Vogar hefur í samvinnu við Rauða krossinn ákveðið að efna til námskeiðs í skyndihjálp fyrir íbúa sveitarfélagsins. Námskeiðin sem eru íbúum sveitarfélagsins að kostnaðarlausu standa yfir í tvær klukkustundir og fara fram í Álfagerði.

Í boði eru þrjár dagsetningar, miðvikudagur 23. mars, miðvikudagur 30. mars og fimmtudagur 31. mars. Námskeiðin hefjast kl. 19:30 alla dagana.

Áhugasamir eru hvattir til að skrá þátttöku á facebooksíðu sveitarfélagsins, þar sem námskeiðin er að finna undir „viðburðir“, með því að senda tölvupóst á netfangið skrifstofa@vogar.is  eða með því að hringja á bæjarskrifstofurnar í síma 440 6200, milli kl. 08:30 og 15:00 virka daga.