Nýjast á Local Suðurnes

Verðum við hamingjusamari ef við kaupum okkur eitthvað?

Tilhugsunin um að kaupa eitthvað spennandi, eitthvað sem við verðum að eignast leiðir oft til þess að skynsemi okkar hverfur úr huga okkar. Það er eins og við séum búin að aðkveða okkur og ekkert fær haggað ákvörðun okkar. Er það af því að við vitum að við verðum hamingjusamari?

haukurhilmars

Haukur Hilmarsson, fjármálaráðgjafi

Rannsóknir sýna að flestir upplifa aukna vellíðan við að kaupa hluti en að sú vellíðan verði skammvinn. Þeir sem kaupa sér lífsreynslu eins og að fara út að borða, læra á hljóðfæri upplifa lengur vellíðan en þeir sem kaupa hluti á borð við farsíma eða föt. En rannsóknir sýna einnig að þriðjungur þeirra sem eru óhamingjusöm áður en þau kaupa bæði hluti eða lífsreynslu eru áfram óhamingjusöm eftir kaupin.

Skýringuna má líklegast finna í að margt sem við veljum að kaupa á í raun ekki við okkur. Margt gæti átt vel við en aðeins með þeim tilgangi að tilheyra einhverjum straumum og stefnum meðal vina eða í samfélaginu. Við kaupum eitthvað sem er vinsælt þótt að við höfum í raun ekkert gaman af því. Einhverjir gætu kannast við að fá sama áhugamál og aðrir en það dagar svo uppi og áhuginn hverfur.

Lausn við þessu gæti verið að finna hluti og lífsreynslu sem á við okkur, eitthvað sem kveikir í okkur áhuga og drifkraft. Hér eru þrjár spurningar sem geta hjálpað okkur áður en við kaupum:

  1. „Þegar ég hef keypt svona áður, hefur það fært mér hamingju?“
  2. „ Hvernig manneskja er ég í dag? Hvað er raunverulega mikilvægt fyrir mig?“
  3. „Hvernig manneskja vil ég verða? Hvaða ákvarðanir munu gera mig hamingjusamari í framtíðinni?

Rannsóknir sýna að því betur sem þú sérð fyrir þér hvernig þú vilt vera í framtíðinni því betri ákvarðanir tekur þú í öllum kaupum, bæði á hlutum og lífsreynslu.

Haukur Hilmarsson

Ráðgjafi í fjármálahegðun

www.Skuldlaus.is