Staðan svipuð á Suðurnesjum þrátt fyrir aukningu smita á landsvísu
Töluverð aukning er á landsvísu í kórónuveirusmitum, en alls greindust 59 einstaklingar smitaðir á landinu öllu í gær. Staðan á Suðurnesjum hefur þó haldist svipuð frá degi til dags undanfarið, en 18 einstaklingar eru í einangrun á svæðinu vegna Covid 19 smita.
Þetta má sjá á vef landlæknis og Almannavarna, covid.is, en þar kemur einnig fram að 78 einstaklingar séu í sóttkví á Suðurnesjum.