Nýjast á Local Suðurnes

Helsti talsmaður veggjalda tekur við formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd tímabundið, í kjölfar þess að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins ákvað að stíga til hliðar. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Vinstri grænum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum.

Jón hefur verið helsti talsmaður þess að veggjöld verði lögð á helstu stofnleiðir frá höfuðborginni, en búist er við að frumvarp þess efnis verði lagt fram með vorinu.