Nýjast á Local Suðurnes

Ákærðir fyrir fjölda lögbrota

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært tvo karlmenn á fertugsaldri fyrir fjölda lögbrota, þar á meðal tvö innbrot, þjófnað, vopnalagabrot, og fíkniefna- og umferðarlagabrot. Mál þeirra verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Fengu sér vínsopa
Innbrot mannanna tveggja áttu sér stað á Suðurnesjum í ágúst árið 2013. Höfðu þeir á brott með sér sjónvörp, tölvur, myndavélar og önnur raftæki, ásamt fatnaði, verkfærum og fleiru. Húsráðandi sem Vísir ræddi við í kvöld sagði lífsýni hafa komið upp um mennina. Þeir hafi drukkið úr áfengisflösku sem hafi verið inni í vínskáp og lögregla tekið með sér til rannsóknar. Áætlað verðmæti stolnu munanna nemur hundruðum þúsunda. Þetta kemur fram á Vísi.is

Það má lesa meira um málið hér.