Nýjast á Local Suðurnes

Staða forstjóra Umhverfisstofnunnar verður auglýst til umsóknar

Mynd: Wikipedia

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að aug­lýsa stöðu for­stjóra Umhverf­is­stofn­unar lausa til umsókn­ar og hefur Krist­ínu Lindu Árna­dótt­ur, núver­andi for­stjóra stofn­un­ar­inn­ar, verið til­kynnt um þetta bréfleið­is. Stofnunin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir skort á aðgerðum gagnvart kísilveri United Silicon í Helguvík undanfarin misseri.

Það er Kjarninn.is sem greinir frá þessu og í umfjöllun miðilsins kemur fram að sam­kvæmt lögum um rétt­indi og skyldur opin­berra starfs­manna skulu þeir skip­aðir tíma­bundið til fimm ára í senn. Kristín Linda var fyrst skipuð í starfið árið 2008 og því fer öðru ráðn­ing­ar­tíma­bili hennar að ljúka. Umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra hefur nú ákveðið að aug­lýsa stöð­una lausa til umsóknar og því þarf sitj­andi for­stjóri að sækja um hana vilji hún gegna starf­inu áfram.