Nýjast á Local Suðurnes

Leggja til að Kadeco ráðstafi lóðum í eigu ríkisins á ný

Lagt er til, í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, að gengið verði til samn­inga við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, Reykja­nes­bæ, Suð­ur­nesjabæ og Isa­via ohf. um skipu­lag og þróun lands í nágrenni Kefla­vík­ur­flug­vall­ar.

Frá þessu er greint á vef Kjarnans, en samkvæmt fréttinni er sérstaklega er tekið fram í frumvarpinu að gangið verði til samn­inga við Þró­un­ar­fé­lag Kefla­vík­ur­flug­vallar ohf. um umsjón og fjár­mögnum verk­efn­is­ins og um fyr­ir­komu­lag og ráð­stöfun á lóðum og landi í eigu rík­is­ins.

Kadeco mun því fá aukið hlut­verk við ráð­stöfun á lóðum og landi í eigu rík­is­ins á svæð­inu við og í kringum Kefla­vík­ur­flug­völl. Stjórn­ar­for­maður Kadeco er Suðurnesjamaðurinn Ísak Ernir Krist­ins­son, fyrrum flugþjónn hjá WOW-air. Hann var til­nefndur í starfið af Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Hlutverk Kadeco við brottför bandaríska hersins frá landinu var að selja þær eignir sem herinn hafði byggt hér á landi. Ýmis mál í tengslum við eignasölur Kadeco rötuðu í fréttir, meðal annars voru nær allar eignir sem félagið ráðstafaði seldar til fárra aðila á afar lágum verðum. Þá voru viðskipti fyrrum framkvæmdastjóra félagsins og samstarfsmanna gagnrýnd sem endaði með því að framkvæmdastjórinn hætti störfum fyrir félagið.