Nýjast á Local Suðurnes

Engar tafir vegna verkfalls á Keflavíkurflugvelli

Engar tafir hafa orðið á flugumferð á Keflavíkurflugvelli í morgun þrátt fyrir verkfall landamæravarða og fleiri ríkisstarfsmanna innan SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu. Þetta segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.

„Nú í morgun gekk þetta bara mjög vel. Það voru fimm lögreglumenn að sinna vegabréfaeftirliti og það mynduðust aldrei langar raðir heldur gekk þetta bara smurt og það voru engar seinkanir,“ segir Guðni í samtali við fréttastofu RÚV.