Nýjast á Local Suðurnes

Gæti gosið með mjög stuttum fyrirvara

Eld­gos gæti haf­ist með mjög stutt­um fyr­ir­vara, jafn­vel inn­an við 30 mín­út­um og er lík­leg­ast er að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skóg­fells og Haga­fells.

Þetta kem­ur fram í upp­færðri frétt á vef Veður­stofu Íslands um stöðu mála á Reykja­nesskaga, en þar seg­ir að lík­an­reikn­ing­ar sýni að það magn kviku sem hljóp á laug­ar­dag­inn úr Svartsengi yfir í Sund­hnúks­gígaröðinni hafi verið 1,3 millj­ón­ir rúm­metra.

„Áður var búið að reikna út að um hálf millj­ón rúm­metra af kviku safn­ist fyr­ir und­ir Svartsengi á sól­ar­hring. Að öllu óbreyttu verður heild­ar­magn kviku und­ir Svartsengi orðið um 9 millj­ón­ir rúm­metra í lok dags á morg­un, þriðju­dag,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Þá er tekið fram að í fyrri at­b­urðum hafi kvika hlaupið þegar heild­ar­magn kviku sem safn­ast hafi und­ir Svartsengi sé á bil­inu 8 til 13 millj­ón­ir rúm­metra og því séu aukn­ar lík­ur á nýju kviku­hlaupi og eld­gosi þegar því magni hef­ur verið náð.

Þá er hins veg­ar bent á að eft­ir end­ur­tek­in gos í Fagra­dals­fjalli þá voru dæmi um að kvika lædd­ist upp á yf­ir­borðið án mik­ill­ar skjálfta­virkni. Reikna þarf með að það gæti orðið þró­un­in með virkn­ina á Sund­hnúks­gígaröðinni, seg­ir í til­kynn­ing­unni.