Nýjast á Local Suðurnes

Bókasafnið fer í Hljómahöll

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að Bókasafn Reykjanesbæjar verði flutt í Hljómahöll í aðstöðu rokksafnsins og að Rokksafni Íslands verði fundinn annar staður.

Á fundi ráðsins var lögð fram skýrsla forseta bæjarstjórnar um húsnæðismál Bókasafns Reykjanesbæjar og í kjölfarið var flutningurinn samþykktur með fjórum atkvæðum. Margrét Sanders, Sjálfstæðisflokki, greiddi atkvæði á móti. Málið hefur verið í vinnslu í töluverðan tíma og samkvæmt fundargerðum frá því á síðasta ári kemur fram að flutningurinn sé liður í því að Hljómahöll verði menningarhús Reykjanesbæjar til framtíðar.