Nýjast á Local Suðurnes

Nýliðakynning Björgunarsveitarinnar Suðurnes í kvöld

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Landsbjörg

Nýliðakynninng Björgunarsveitarinnar Suðurnes verður haldin í kvöld. Dagskráin hefst klukkan 20 í húsnæði sveitarinnar við Holtsgötu. Nýliðaþjálfunin og starfssemi hjá Björgunarsveitinni Suðurnes kynnt í máli og myndum.

Með því að taka þátt í nýliðaþjálfun ert þú að gefa kost á þér í sjálfboðaliðastarfi sem felur meðal annars í sér þátttöku í útköllum sveitarinnar. Í staðinn færð þú menntun og reynslu af útivist, sjó og vötnum, skyndihjálp og þeim störfum er fylgja björgunarstörfum, taka þátt í öflugu félagsstarfi og láta gott af þér leiða, segir í tilkynningu.

Aldurstakmark er 16 ár.