Nýjast á Local Suðurnes

Frábær árangur hjá Korpak systrum í Póllandi

Korpak-systurnar, þær Kinga og Zuzanna tóku þátt í landsmóti í Póllandi (Polish Junior Championship) á dögunum, Zuzanna Korpak keppti í flokki 14-15 ára stúlkna og lauk leik í níunda sæti, sem verður að teljast góður árangur.

Kinga Korpak, sem lék í flokki 12-13 ára stúlkna, stóð sig frábærlega og endaði sem sigurvegari í sínum flokki, segir á vef Golfklúbbs Suðurnesja.