Nýjast á Local Suðurnes

Fasteignafélag á Ásbrú hagnaðist um 1,6 milljarða

Fasteignafélagið Ásbrú ehf., sem fjárfest hefur í fasteignum við Keflavíkurflugvöll, hagnaðist um 1,6 milljarða króna á síðasta ári samanborið við 320 milljóna tap árið 2020.

Hagnaðinn í fyrra má einkum rekja til 2,1 milljarðs króna matsbreytingar fjárfestingareigna, samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins, sem fjallar um málið í síðasta tölublaði.

Eignir Ásbrúar, sem fjárfest hefur í fasteignum við Keflavíkurflugvöll, voru bókfærðar á 11 milljarða í lok síðasta árs, segir jafnframt í frétt Viðskiptablaðsins.