Flugi frestað eftir árekstur

Flugi á vegum hollenska flugfélagsins Transavia, sem áætlað var að flygi til Amsterdam í kvöld hefur verið frestað eftir að ökutæki við störf á flugvellinum var ekið á vélina.
Frá þessu er greint á vef Vísis. Þar er haft eftir farþega í vélinni að farþegum hafi verið komið fyrir á hótelum og að áætlað sé að flogið verði í fyrramálið.