Lögreglan lýsir eftir Karli Dúa

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Karli Dúa sem fór frá heimili sínu um klukkan 17 í dag.
Ekki er vitað hvert hann hefur farið en þó er ekki talið útilokað að hann hafi farið gangandi til Reykjavíkur eða áleiðis í þá átt, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.
Karl er að öllum líkindum klæddur í silfraðan North Face jakka, svartar jogging buxur, svarta kuldaskó og hettupeysu. Meðfylgjandi ljósmynd er af Karli síðan í desember.
Þeir sem vita hvar Karl er niðurkominn eða gætu hafa séð til manns sem gæti átt við þessa lýsingu vinsamlegast hafið samband við 112 eða í síma 444 2299.