Nýjast á Local Suðurnes

Lögreglan lýsir eftir Karli Dúa

Lög­regl­an á Suður­nesj­um lýs­ir eft­ir Karli Dúa sem fór frá heim­ili sínu um klukk­an 17 í dag.

Ekki er vitað hvert hann hef­ur farið en þó er ekki talið úti­lokað að hann hafi farið gang­andi til Reykja­vík­ur eða áleiðis í þá átt, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­reglu.

Karl er að öll­um lík­ind­um klædd­ur í silfraðan North Face jakka, svart­ar jogg­ing bux­ur, svarta kulda­skó og hettupeysu. Meðfylgj­andi ljós­mynd er af Karli síðan í des­em­ber.

Þeir sem vita hvar Karl er niður­kom­inn eða gætu hafa séð til manns sem gæti átt við þessa lýs­ingu vin­sam­leg­ast hafið sam­band við 112 eða í síma 444 2299.