Nýjast á Local Suðurnes

Leikskóla lokað eftir að smit kom upp

Upp hefur komið smit hjá starfsmanni á Leikskólanum Laut og eru foreldrar og forráðamenn því beðnir um að sækja börn sín sem fyrst.

Leikskólanum verður lokað fram yfir helgi.  Nánari upplýsingar má finna í tölvupósti og eru foreldrar hvattir til þess að fylgjast bæði með í tölvupósti og á vefsíðu Grindavíkurbæjar.