Nýjast á Local Suðurnes

Samþykkt að greiða stofnframlag til tveggja félaga

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að greiða stofnframlag, 12% af áætluðum byggingarkostnaði tveggja félaga, Brynju hússjóðs og Bjargs, af rúmlega 1300 milljóna króna heildarkostnaði.

Stofnframlagið skal endurgreiðast í samræmi við 5. mgr. 14. gr. laga nr. 52/2016 og reglur bæjarins um stofnframlög sem samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi 15. nóvember 2016. Greiðsla stofnframlagsins verður í samræmi við 10. gr. sömu reglna, segir í fundargerð.