Nýjast á Local Suðurnes

Heppnissigur hjá Njarðvík gegn nýliðum Vals

Njarðvík­ing­ar tóku á móti nýliðum Vals­ í Ljóna­gryfj­unni í kvöld, í 5. um­ferð Dominos-deildar karla í körfuknatt­leik. Njarðvíkingar geta talist heppnir að hafa lagt Valsmenn að velli, því þeir síðarnefndu voru betri aðilinn í leiknum, leiddu nær allan tímann og voru yfir þegar um 15 sekúndur voru eftir, en Njarðvíkingar voru sterkari á lokametrunum, lokatölur 86-83.

Ter­rell Vin­son skoraði 26 stig og tók ​19 frá­köst, Maciek Stan­islav Bag­inski skoraði 17 stig og Ragn­ar Nathana­els­son skoraði 14 stig, tók ​14 frá­köst og átti ​6 var­in skot.