Nýjast á Local Suðurnes

B-lið Njarðvíkur komið í 8 liða úrslit Powerade-bikarsins

B-lið Njarðvíkur vann átta stiga sigur á Reyni Sandgerði í Sandgerði í dag en Njarðvíkingar náðu mest 15 stiga forskoti í leiknum.

Styrmir Gauti Fjeldsted var atkvæðamestur í liði Njarðvíkur B með 16 stig og Sverrir Þór Sverrisson skoraði 14 stig – Athygli vakti að Hjörtur M. Guðbjartsson setti tvö stig í leiknum fyrir B-liðið og var honum ákaft fagnað. Í liði heimamanna var Sævar Eyjólfsson stigahæstur með 16 stig og Rúnar Pálsson skoraði 11.

Grindvíkingar taka á móti Stjörnunni í 16 liða úrslitunum á morgun og Keflvíkingar taka á móti Val og Njarðvíkingar leika gegn Hamar á mánudagskvöld.