Flytja þarf yngstu nemendur Holtaskóla í nýtt húsnæði

Finna þarf bráðabirgðahúsnæði og flytja yngstu nemendur Holtaskóla sem allra fyrst vegna framkvæmda við núverandi húsnæði skólans. Fyrir um þremur vikum voru nemendur í 8. – 10. bekkjum skólans fluttir yfir í Hljómahöll af sömu ástæðu.
Þetta kemur fram í fundargerð bygginganefnar vegna rakaskemmda í stofnunum Reykjanesbæjar, en þar kemur fram að unnið sé að því að fínn húsnæði til bráðabirgða fyrir yngstu nemendur skólans sem fyrst.