Nýjast á Local Suðurnes

Rapid með tilboð í Arnór – “Fé­lag sem hentar mér vel sem mitt næsta skref á ferl­in­um”

Arn­ór Ingvi Trausta­son, fyrrum leikmaður Njarðvíkur og Keflavíkur og landsliðsmaður í knatt­spyrnu, seg­ir í viðtali við sænska blaðið Expressen í dag að hann von­ist til þess að lið hans Norr­köp­ing kom­ist að sam­komu­lagi við Rapid Vín í Aust­ur­ríki um sölu á hon­um þangað í sum­ar.

Fram kom á Fót­bolta.net í gær að Rapid hefði gert Norr­köp­ing til­boð í Arn­ór.

„Ég vona að þetta gangi eft­ir því ég tel að þetta yrði gott skref fyr­ir mig að taka í sum­ar. Ég tel að þetta sé fé­lag sem henti mér vel sem mitt næsta skref á ferl­in­um. Ekki oft stórt en gott fé­lag sem er nán­ast ár­lega í Evr­ópu­deild­inni eða Meist­ara­deild­inni og berst alltaf um efstu sæt­in í aust­ur­rísku deild­inni. Þeir eru að byggja nýj­an leik­vang og ég hef mik­inn áhuga á að fara þangað,” seg­ir Arn­ór við Expressen.