Nýjast á Local Suðurnes

Milljarður rís í Hljómahöll 17. febrúar

Dansbylting UN Women, Milljarður rís, verður haldin í Hljómahöllinni þann 17. febrúar næstkomandi á milli klukkan 12 og 13.

Í ár verður minning Birnu Brjánsdóttur heiðruð. Í tilkynningu segir að ofbeldi gegn konum sé vandamál um allan heim – Og fólki bent á að taka afstöðu gegn ofbeldinu, með því að mæta á dansbyltinguna og dansa.

Plötusnúðurinn Atli Már setur tóninn og sér til þess að fólk fari dansandi inn í helgina.

UN Women á Íslandi hvetur vinnustaði, skóla og vinahópa til að mæta og dansa fyrir réttlátum heimi. Aðgangur er ókeypis.