Nýjast á Local Suðurnes

Bjóða Liverpool að nota æfingaaðstöðu

Grindvíkingar hafa boðið Liverpool aðstoð við undirbúning fyrir keppni í ensku úrvalsdeildinni, en vonir standa til að hægt verði að hefja keppni á næstunni.

Tilboðið frá Grindvíkingum var sent í gegnum Twitter og verður því að teljast heldur óformlegt. Grindvíkingar benda á að þeir séu með þrjá fótboltavelli í boði og svo sé hið fimm stjörnu hótel Bláa lónsins í næsta nágrenni.