Sveindís og McAusland best hjá Keflavík í fótboltanum
Lokahóf Knattspyrnudeildar Keflavíkur var haldið um helgina og eins og venja er á slíkum viðburðum voru valdir efnilegustu og bestu leikmenn karla- og kvennadeildum félagsins. Mark McAusland var valinn bestur hjá körlunum og hin 15 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir hjá konunum.
Bæði kvenna- og karlalið félagsins enduðu tímabilið í þriðja sæti 1. deildanna.
Verðlaunaafhendinguna má sjá í meðfylgjandi myndbandi.