Nýjast á Local Suðurnes

Skattamál fyrrum leikmanns Keflavíkur vekja athygli í Svíþjóð

Skattamál knattspyrnumannsins Elíasar Más Ómarssonar hafa vakið töluverða athygli í Svíþjóð, en greint var frá því í sænskum fjölmiðlum á dögunum að kappinn hafi skilið eftir sig um fimm milljóna króna skattaskuld þegar hann flutti frá landinu.

Sænska dagblaðið Göteborgs-Tidningen greindi frá málinu en síðar kom í ljós að átti sér eðlilegar skýringar að sögn umboðsmanns leikmannsins. Skattaskuldin mun vera tilkomin vegna þess að Elías hafi ekki skilað skattaframtali á réttum tíma og er verið að vinna í að leysa þau mál.

Elías Már lék með Keflavík á árunum 2012-2014  og  Gautaborg á árunum 2016 til 2018. Hann færði sig síðan yfir til Excelsior þar sem hann leikur nú í hollensku B-deildinni.