Starfsfólk HSS þakkar hlýhug

Starfsfólki HSS hafa borist margar kveðjur síðustu daga, sem og þakkir fyrir framlag þeirra í baráttunni gegn COVID-19 faraldrinum.
Þá hefur starfsfólki einnig borist nokkrar gjafir sem vert er að þakka fyrir, segir á Facebook-síðu HSS. Te og Kaffi sendi kaffi, heildsalan Core sendi orkudrykki, heilsusafa og próteinstykki og Ölgerðin sendi sömuleiðis gos og safa.
Starfsfólk HSS þakkar kærlega fyrir sýndan hlýhug.