Nýjast á Local Suðurnes

Framkvæmdir hafnar við fjölbýlishús Bláa lónsins

Verktakafyrirtækið Grindin hefur hafið fram­kvæmd­ir við bygg­ingu 24 íbúða fjöl­býl­is­húss við Stamp­hóls­veg í Grindavík og hef­ur verið gengið frá samningum við Bláa lónið um að fyrirtækið kaupi þær all­ar, undir starfsfólk sitt.

Ætl­un­in með þessu er að tryggja starfs­mönn­um hús­næði, en íbúðirn­ar verða 70-90 fer­metr­ar að flat­ar­máli. „Jarðvinn­an er haf­in og við byrj­um að slá upp fyr­ir sökkl­um í byrj­un maí,“ seg­ir Magnús Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri tré­smiðjunn­ar Grind­ar­inn­ar, sem stend­ur að fram­kvæmdinni.

Það er Morgunblaðið sem fjallar um málið í dag, en nánar má lesa um það á vef blaðsins.