Nýjast á Local Suðurnes

Búast við milljón gestum á næsta ári í Bláa lónið – Lokað í tvær vikur í janúar

Vinsælasti frðamannastaður landsins, Bláa Lónið, verður lokað gestum í tvær vikur á nýju ári, frá 5. til og með 21. janúar vegna framkvæmda við stækkun og endurhönnun upplifunarsvæðis. Veitingastaðir og verslun Bláa Lónsins verða einnig lokuð á tímabilinu. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1999 sem Bláa loninu er lokað vegna framkvæmda.

Dagana sem lokað verður býðst fólki hinsvegar að bóka Betri stofu aðgang í lónið og verður þá tekið á móti gestum í lóni Lækningalindar þar sem einnig verður boðið uppá verslun og veitingaþjónustu.

Fram­kvæmd­in er hluti af stækk­un vegna upp­bygg­ing­ar lúx­us­hót­els sem opnað verður árið 2017. Hót­elið verður eitt af fyrstu fimm stjörnu hót­elum lands­ins og er mark­hóp­ur­inn bet­ur borg­andi ferðamenn.

Eðli máls­ins sam­kvæmt verður því all­ur út­búnaður í hæsta klassa. Her­berg­in verða rúm­lega sex­tíu tals­ins og þar á meðal nokkr­ar svít­ur, sagði Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa lónsíns í samtali við mbl.is fyrr á þessu ári. Grím­ur sagði einnig að hót­elið komi til með að stand­ast all­an alþjóðleg­an sam­an­b­urð og tel­ur að Bláa lónið muni öðlast enn sterk­ari stöðu á heimsvísu.

Þá ít­rek­aði Grímur að nýja hót­elið muni falla vel að um­hverf­inu en bygg­ing­ar­reit­ur­inn er þröng­ur þar sem reynt var að skerða hraunið ekki meira en bráð nauðsyn stóð til. Heild­ar­kostnaður vegna fram­kvæmd­anna nem­ur um sex millj­örðum króna.

1.000.000 gestir þrátt fyrir lokun

Þó svo að lónið verði stækkað jafn mikið og raun ber vitni mun það þó ekki þýða að fleiri gestir geti heimsótt það í einu. Til þess þarf að stækka búningaaðstöðuna en það er ekki á dagskránni fyrr en í næsta áfanga framkvæmdanna. Búast má við því að honum ljúki árið 2017.

Að sögn Gríms er búist við að rúmlega milljón gestir heimsæki Bláa lónið á næsta ári, þrátt fyrir fyrrnefnda lokun. Um 900 þúsund manns sóttu lónið í ár og var yfirgnæfandi meirihluti erlendir ferðamenn.