Nýjast á Local Suðurnes

Fjórir teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna

Lögreglan á Suðurnesjum  hefur þurft að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum vegna vímuaksturs á undanförnum dögum. Lögreglumenn komu meðal annars að bifreið sem ekið hafði verið á grindverk í Grindavík. Einn maður var í bílnum og var hann sjáanlega mjög ölvaður. Hann var færður á lögreglustöð. Bifreiðin var óökuhæf eftir atvikið, loftpúði sprunginn út og hjólabúnaður brotinn.

Þá veittu lögreglumenn annarri bifreið athygli þar sem henni var ekið yfir vegkant. Ökumaðurinn hafði, auk áfengis, neytt fíkniefna, að því er sýnatökur á lögreglustöð staðfestu.

Tveir ökumenn til viðbótar voru einnig handteknir og færðir á lögreglustöð sökum vímuefnaaksturs.