Nýjast á Local Suðurnes

Flug her­þota vakti ofsa­hræðslu meðal barna frá Úkraínu

Flug her­þota yfir Ásbrúarsvæðið og jarðhræringar á Suðurnesjum hafa vakið ofsa­hræðslu meðal flóttamanna af úkraínskum uppruna sem dvelja á Ásbrú á vegum Útlendingastofnunar.

Þetta kemur fram í umfjöllunum sem vefmiðillinn Kjarninn hefur birt undanfarna daga. Umfjöllunin er að mestu byggð á svörum sem UN Women hefur fengið við spurningum sínum frá stofnuninni.

„Jarð­skjálfta­hrinur ollu einnig mik­illi hræðslu og engar upp­lýs­ingar voru veittar til fólks­ins, sem margt glímir við áfallastreiturösk­un. Ásbrú er því ekki ákjós­an­leg­asti dval­ar­stað­ur­inn fyrir fólk sem flúið hefur stríðs­á­tök.“ segir í umfjöllun Kjarnans.

“Ein­stak­lingar sem flúið hafa vopnuð átök þurfa öryggi, sál­ræna aðstoð, góða heil­brigð­is­þjón­ustu og mjög skýrar og grein­ar­góðar upp­lýs­ingar á móð­ur­máli um þá þjón­ustu sem í boði er, rétt­indum þeirra í mót­töku­ríki og upp­lýs­ingum um sam­fé­lag­ið,“ segir í ábend­ingum UN Women.