Vænleg staða hjá Þrótti eftir sigur á Vængjum Júpiters
Þróttur Vogum er í vænlegri stöðu til þess að krækja í annað sætið í þriðju deildinni og þar með sæti í annari deildinni að ári, eftir 0-3 sigur á Vængjum Júpiters í dag.
Marteinn Pétur Urbancic skoraði tvö fyrstu mörk Þróttara og Örn Rúnar Magnússon það þriðja. Þróttarar eru með 31 stig í öðru sæti deildarinnar, stigi meira en Vængir Júpiters og KFG. Lokaleikur Þróttara er gegn Reyni Sandgerði á Vogabæjarvelli næstkomandi laugardag.