Nýjast á Local Suðurnes

Enn bætir Már Íslandsmet – Keppir til úrslita í 100 metra flugsundi

Már Gunnarsson er öruggur inn í úrslitin í 100 metra flugsundi á HM í London. Már bætti tvö Íslandsmet, fyrst á millitíma eftir 50 metra 32,57 og kom svo í mark á 1:11,12. Að þessu sinni bætti Már 25 ára gamalt met sem sett var af Birki Rúnari Gunnarssyni.

Már er með fimmta besta tímann inn í úrslitin, sem fram fara í kvöld. Íslandsmetin sem Már hefur sett í Ólympíulauginni í London eru þar með orðin sjö talsins.