Nýjast á Local Suðurnes

Arnar Helgi í fantaformi – Hefur bætt sjö Íslandsmet á undanförnum vikum

Arn­ar Helgi Lárus­son setti nýtt Íslands­met í 400 metra hjóla­stóla­keppni á Evr­ópu­meist­ara­móti fatlaðra í frjáls­um íþrótt­um sem fram fer á Ítal­íu. Arn­ar kom í mark á 1:03,91 mín­útu sem er tí­unda per­sónu­lega bæt­ing­in hans á ár­inu og nýtt Íslands­met.

Arn­ari tókst ekki að tryggja sér þátt­töku­rétt í úr­slit­um, en hann kepp­ir aft­ur í dag og þá í 100 metra keppni sem verður jafn­framt síðasta keppn­in hans á mót­inu.

Arnar Helgi er í fantaformi um þessar mundir, en hann hefur sett sjö Íslandsmet á undanförnum vikum auk þess að bæta eigin persónulega árangur tíu sinnum, eins og áður segir.