Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjamenn færa sig um set

Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson hefur yfirgefið herbúðir Álasunds í Noregi og samið við Blackpool í Englandi og Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson er genginn aftur í raðir Viking í efstu deild norska boltans.

Daníel Leó skrifar undir tveggja ára samning hjá Blackpool, sem er í C-deild á Englandi og Samúel Kári skrifar sömuleiðis undir tveggja ára samning við Viking eftir dvöl hjá SC Paderborn í Þýskalandi þar sem kom einungis við sögu í átta leikjum.