Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar töpuðu gegn ÍR-ingum í baráttuleik

Það var hart barist á Njarðtaksvellinum í kvöld þegar Njarðvíkingar tóku á móti toppliði annarar deildar ÍR. Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en það voru gestirnir sem náðu forystunni á 40. mínútu og þar við sat þrátt fyrir að Njarðvíkingar væru töluvert sterkari aðilinn í síðari hálfleik og gerðu oft harða atlögu að maki toppliðsins.

Eftir leikinn eru Njarðvíkingar í 8. sæti deildarinnar með 10 stig eftir níu umferðir.