Nýjast á Local Suðurnes

Kaup Pressunnar á Reykjanesi og 12 öðrum fríblöðum ganga í gegn

Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur gefið leyfi fyrir kaupum út­gáfu­fé­lags Björns Inga Hrafns­son­ar, Press­unn­ar ehf., á tólf viku­blöðum, þar á meðal er Reykjanes vikublað, sem dreift er ókeypis á Suðurnesjum á hálfsmánaðar fresti.

sigurdur jonsson ritstj reykjanes

Sigurður Jónsson ritstýrir Reykjanesi

Press­an ehf. held­ur úti nokkr­um fjöl­miðlum, þeirra á meðal eru DV, dv.is. press­an.is og eyj­an.is. Press­an keypti viku­blöðin af einka­hluta­fé­lag­inu Fót­spor en á meðal blaðanna tólf eru auk Reykjaness, Reykja­vík viku­blað og Ak­ur­eyri viku­blað.

Sigurður Jónsson verður áfram ritstjóri Reykjaness.