Kaup Pressunnar á Reykjanesi og 12 öðrum fríblöðum ganga í gegn
Samkeppniseftirlitið hefur gefið leyfi fyrir kaupum útgáfufélags Björns Inga Hrafnssonar, Pressunnar ehf., á tólf vikublöðum, þar á meðal er Reykjanes vikublað, sem dreift er ókeypis á Suðurnesjum á hálfsmánaðar fresti.
Pressan ehf. heldur úti nokkrum fjölmiðlum, þeirra á meðal eru DV, dv.is. pressan.is og eyjan.is. Pressan keypti vikublöðin af einkahlutafélaginu Fótspor en á meðal blaðanna tólf eru auk Reykjaness, Reykjavík vikublað og Akureyri vikublað.
Sigurður Jónsson verður áfram ritstjóri Reykjaness.